Steypustöðin sem notuð var við Héðinsfjarðargöngin er loksins að hverfa, en hún hefur staðið skammt frá göngunum Ólafsfjarðarmegin. Óánægja hefur verið hversu langan tíma hefur tekið að fjarlægja steypustöðina en Héðinsfjarðargöng voru opnuð haustið 2010. Það er fyrirtækið Skútaberg sem sér um að rífa stöðina og fjarlægja. Héðinsfjörður.is fjallaði um málið árið 2012 en þá komst málið í fréttirnar.