Ófært til Fjallabyggðar

Siglufjarðarvegi var lokað í morgun vegna óveðurs. Þungfært er í Héðinsfirði og er Ólafsfjarðarvegur milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar lokaður. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Norðurlandi og víða skafrenningur eða él.