Enn á ný er ófært til Fjallabyggðar, Siglufjarðarvegur er lokaður, hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu. Ólafsfjarðarmúli er einnig lokaður og hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu. Lokað er í Héðinsfirði á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar vegna ófærðar.
Öxnadalsheiði er lokuð vegna veðurs, Þverárfjall er lokað vegna veðurs. Ófært er um Víkurskarð og til Grenivíkur. Ófært er á milli Akureyrar og Húsavíkur.