Allir vegir eru nú lokaðir til Fjallabyggðar. Ólafsfjarðarmúli er lokaður en lýst hefur verið yfir hættustigi þar. Ófært er í Héðinsfirði og milli Ketiláss og Siglufjarðar. Þæfingur og stórhríð er á milli Hofsóss og Ketiláss. Þá er Lágheiðin ófær. Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar.
Snjóþekja, hálka eða hálkublettir og víða mjög mikill skafrenningur og stórhríð á nokkrum leiðum á Norðurlandi.