Ófærð er nú víða á Norðurlandi. Vegurinn frá Hofsósi að Ketilási og til Siglufjarðar er ófær. Óvissustig er í gildi á Ólafsfjarðarvegi, en vegurinn er opinn, þar er skafrenningur og snjóþekja og unnið að mokstri. Öxnadalsheiði er lokuð, Þverárfjall er lokað og Víkurskarð er lokað.