Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour stoppaði í hálfan dag á Siglufirði í gær og var með 300 ferðamenn og rúmlega 80 áhafnarmeðlimi. Skipið kom einnig árið 2018 til Siglufjarðar í tvær heimsóknir, en þetta mun vera eina skipulagða heimsóknin í ár.  Skipið er byggt árið 1981 og endurbyggt árið 1988. Skipið er 138 metrar á lengd og 21 metri á breidd.  Ocean Endeavour er á hringferð um Ísland í 9 daga og var á Akureyri í dag.

Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour að undirbúa brottför um miðnættið
Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour að undirbúa brottför um miðnættið
Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour
Skemmtiferðaskipið Ocean Endeavour