Óánægja með óklárað listaverk í Hrísey

Talsverð óánægja er vegna listaverks eftir Dean Smith við Austurveg í Hrísey.  Verkið er óklárað og telja margir íbúar í Hrísey að verkið sé orðið hættulegt.  Hverfisráð Hríseyjar hefur lagt til að Dean Smith fái fjórar vikur til að klára listaverkið, annars verður það fjarlægt.