Nýtt útlit á Héðinsfirði

Nú um helgina hefur verið unnið að því að uppfæra útlit vefsins Héðinsfjörður.is.  Margar skemmtilegar nýjungar eru nú í boði, meðal annars um meira og fjölbreyttara auglýsingapláss. Fréttir eru nú sýnilegar á forsíðu, en það hafa margir kallað eftir því. Enn er verið að stilla og prófa nýja hluti, svo einhverjar minniháttar breytingar geta enn orðið. Vefurinn er sem fyrr allur unninn í sjálfboðavinnu og treystir því reksturinn á það að ná að selja nokkrar auglýsingar yfir árið til að ná upp í rekstrarkostnað vefsins.  Allar ábendingar um virkni vefsins eru vel þegnar, og má þá senda póst á Magnus (Hjá) hedinsfjordur.is eða á Facebook vef síðunnar. Fyrirtæki í Fjallabyggð og nágrenni er velkomið að hafa samband varðandi auglýsingapláss eða umfjöllun á vörum.

Fylgjendur síðunnar eru nú að nálgast 1000 á facebook og rúmlega 120 á Twitter. Notendur eru kvattir til að deila fréttum áfram til að fjölg enn frekar nýjum lesendum.