Hópferðabílar Akureyrar munu hætta sinna skóla- og frístundaakstri í Fjallabyggð þann 23. maí n.k. vegna gjaldþrotabeiðnar Arion banka.  Í framhaldi hefur verið gerður tímabundinn samningur við Akureyri Excursion um að sinna skóla- og frístundaakstri til 31. maí 2019.  Frístundaakstur vegna sumarmánaða er í verðkönnun hjá Fjallabyggð.

Fjallabyggð mun bjóða út aksturinn fyrir næsta skólaár.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra að bjóða út skóla- og frístundaakstur fyrir næsta skólaár og samþykkir fyrirliggjandi samning við Akureyri Excursions ehf.

Mynd: akureyriexcursions.com