Í desember 2019 var lokið við uppsetningu á hundasvæði við Borgargerði á Sauðárkróki, á móts við leikskólann Ársali. Svæðið er um 1.400m2 og innan þess er afgirt minna svæði fyrir smærri hunda.

Inni á hundasvæðinu hefur verið komið fyrir borði og bekkjum, tvær ruslatunnur verið settar upp og skilti með umgengisreglum fyrir svæðið. Stefnt er að því að koma fyrir einföldum leiktækjum inni á svæðinu með vorinu í samráði við hundaeigendur.

Svæðið mun vonandi koma hundum og eigendum þeirra að góðum notum og eru notendur svæðisins hvattir til að ganga vel um það og fylgja þeim reglum sem um það gilda.