Þann 1. september sl. breyttist útivistartími barna og unglinga. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera úti eftir kl. 20 og unglingar yngri en 16 ára mega ekki vera úti eftir kl.22.

Reglum um útivistartímann er ætlað að standa vörð um hag barna og unglinga og styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Mikilvægt er að börn og unglingar fái næga hvíld til að sinna skóla og öðrum þeim fjölmörgu verkefnum sem þau fást við í daglegu lífi sínu. Því er jafnframt mikilvægt fyrir foreldra og aðra uppalendur að huga að „rafrænum útivistartíma“ barna og unglinga, þ.e. tölvu- og farsímanotkun þeirra á kvöldin.

SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að standa saman um útivistartímann og ræða saman og við börn sín og unglinga um þessi mál.