Opið hús verður hjá Brunavörnum Skagafjarðar á Sauðárkróki, föstudaginn 22. febrúar frá kl. 14:00-15:30. Nýr slökkviliðsbíll verður til sýnis fyrir gesti og gangandi og einnig verður starfsemi og búnaður slökkvilðisins kynntur.

Nýi bíllinn leysti af hólmi 38 ára gamla bifreið Brunavarna Skagafjarðar. Samningar um bílinn voru undirritaðir í maí á síðasta ári.

Mynd af vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar