Nýr hjúkrunarforstjóri Hornbrekku

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar að Elísa Rán Ingvarsdóttir verði ráðin sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku í Ólafsfirði.  Elísa hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hornbrekku og Heilsugæslu Dalvíkur.