Guðrún Helgadóttir prófessor hefur tekið við starfi deildarstjóra ferðamáladeildar til tveggja ára frá og með 1. ágúst 2012. Guðrún hefur starfað við deildina frá 1996, fyrst sem stundakennari en sem prófessor frá árinu 2007.

 

Guðrún hefur sinnt kennslu og rannsóknum á sviði menningar og ferðamála, en aðaláherslur hennar í rannsóknum eru annars vegar á hesta og ferðamennsku og á minjagripi og menningararf hins vegar.