Nýráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar, Elías Pétursson mætti til vinnu í dag og var það hans fyrsti dagur í nýju starfi. Björn Valdimarsson tók þessa ljósmynd af honum á skrifstofunni í dag, og er birt hér með hans góðfúslegu leyfi. Elías starfaði áður sem sveitarstjóri í Langanesbyggð, en hefur nú eins og áður sagði hafið störf í Fjallabyggð.

Bjóðum Elías velkominn til starfa.

 

Mynd frá Björn Valdimarsson.
Mynd: Bjornvald.is – Birt með leyfi.