Heimildir vefsins herma að nýr bæjarstjóri verði tilkynntur á næstunni í Fjallabyggð. Samkvæmt áráðanlegum heimildum verður Elías Pétursson ráðinn til starfsins, en hann hefur verið sveitarstjóri Langanesbyggðar frá árinu 2014.

Gunnar Birgisson lét nýlega af störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar, en ekki hefur verið auglýst í starfið.

Mynd frá Elías Pétursson.
Elías Pétursson, mynd af Facebook.