Aðalfundur Knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn þann 8. febrúar í vallarhúsinu.

Pétur Björnsson og Erna Baldursdóttir hafa sagt skilið við stjórnina eftir tveggja ára setu og í þeirra stað komu þau Rína Einarsdóttir og Þórður Karl Gunnarsson.

Aðrir stjórnarmenn eru Skúli Vilhjálmur Jónsson, Björn Ingi Óskarsson og Ómar Bragi Stefánsson sem var jafnframt kosinn formaður.