Ný heimasíða Þjóðlagahátíðar

Þjóðalagahátíðin á Siglufirði heitir í ár Afró-Sigló. Ný heimasíða fyrir hátíðina hefur verið gerð á slóðinni siglofestival.com. Hátíðin í ár verður dagana 5.-9. júlí. Ýmis námskeið verða í boði eins og afrískur dans og trommuleikur, prjónanámskeið, írsk þjóðlagatónlist á tinflautur og fleira. Þá verður Þjóðlagaakademían á sínum stað en þar verður námskeið um íslenska þjóðlagatónlist haldið á kirkjuloftinu í Siglufjarðarkirkju.

Tónleikadagskrá hefst á miðvikudeginum 5. júlí í Siglufjarðarkirkju en alls verða 19 tónleikaviðburðir. Aðrir tónleikastaðir verða Bátahús Síldarminjasafnsins, Rauðka og Þjóðlagasetrið. Allar upplýsingar um verð og dagskrá má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Þjóðlagahátíð á Siglufirði var fyrst haldin sumarið 2000 og listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi hefur verið Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður.

Markmið hátíðarinnar:

 • að hvetja til varðveislu íslenskra þjóðlaga
 • að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar
 • að stefna saman listamönnum úr ólíkum áttum
 • að varpa ljósi á menningararf Íslendinga og annarra þjóða
 • að höfða til allrar fjölskyldunnar, barna, unglinga og fullorðinna
 • að virkja heimamenn til samvinnu við innlenda og erlenda listamenn
 • að halda nafni þjóðlagasafnarans sr. Bjarna Þorsteinssonar á lofti
 • að verða einn hornsteina í starfsemi þjóðlagaseturs á Siglufirði

 • Gönguleiðir
 • Myndbönd
 • Söfn
 • Útivist
 • Auglýsingar
 • Fréttir
 • Gisting
 • Myndir
 • Sauðárkrókur
 • Tenglar
 • Vefmyndavélar
 • Viðburðir