Styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna var úthlutað fimmtudaginn 21. júní við athöfn í sal fyrirtækisins að Rangárvöllum á Akureyri.
Haustið 2011 ákvað stjórn Norðurorku hf. að fara í endurskoðun á ýmsum þáttum í stefnumótun félagsins og var einn þeirra styrkveitingar til samfélagsverkefna.
Samþykkt var stefna félagsins í styrkveitingum og þar með þau grundvallarsjónarmið sem líta skal til við styrkveitingar. Þáttur í nýju ferli var að auglýsa eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna og leitast við að gera ferlið opnara og gegnsærra þannig að öllum gæfist kostur á að koma óskum sínum á framfæri við félagið.
Í kjölfar þessarar vinnu voru síðan birtar auglýsingar um styrki Norðurorku til samfélagsverkefna. Um þetta sagði í frétt á heimasíðu félagsins að þessu tilefni:
„Veittir eru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.“
Í framhaldi af þessu skipaði framkvæmdaráð Norðurorku hf. vinnuhóp starfsmanna til þess að fara yfir þær rúmlega eitthundrað og fimmtíu umsóknir sem bárust. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til stjórnar Norðurorku hf. sem afgreiddi þær óbreyttar á fundi sínum þann 31. maí s.l.
Fram kom hjá hópnum að verkefnið var erfitt enda gífurlega mörg góð verkefni sem sótt var um styrk til. Sýna umsóknirnar þá miklu grósku sem er á öllum sviðum samfélagsins og styrkja okkur í þeirri niðurstöðu að ástæða hafi verið til að opna vinnuferli okkar og gera það gegnsærra.

Eftirtaldir aðilar hljóta styrk að þessu sinni:

Nafn styrkþega verkefnið fjárhæð
Aflið – Samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Nl. rekstrarstyrkur 100.000
Leikfélagið Adrenalín leiklist eflir lífsleikni 150.000
Æskulýðssamtök Laufásprestakalls æskulýðsstarf 100.000
Hjólabrettafélag Akureyrar bætt aðstaða 100.000
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir afreksstyrkur – landsliðið á skautum 75.000
Norræna félagið Ólafsfirði norrænar sumarbúðir 200.000
Kvennahandbolti KA og Þór – 8. til 4. flokkur keppnistreyjur kvfl. KA/Þór 400.000
Safnasafnið úrbætur á aðgengi að safninu 200.000
Textílbomban – 19 textíllistamenn samsýning – Listasumar 300.000
Öldrunarheimilin á Akureyri garður og hænsnahús 200.000
Karatefélag Akureyrar félagsstarfið 100.000
Multicultural Council fjölmenning viðburðir o.fl. 100.000
Fimleikafélag Akureyrar æfingabúðir – koma erl. þjálfara 150.000
Gamli barnaskólinn Skógum Fnjóskadal uppbygging safns 100.000
Sundfélagið Óðinn startbúnaður 100.000
Skíðafélag Akureyrar bætt aðstaða við gönguhús 100.000
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi lyftukaup – sundlaugin að Hrafnagili 100.000
Birna Guðrún Baldursdóttir tilr. verkefni klúbbur einhverfa unglinga 75.000
Ungmennafélagið Smárinn – Hörgársveit fótboltamörk við Þelamerkurskóla 250.000
Leikklúbburinn Krafla – Hrísey leiklistarnámskeið fyrir börn 100.000
Sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni viðbygging við félagsmiðstöð 250.000
Skátafélagið Klakkur námskeið fyrir foringja 100.000
Klakarnir – útivistarklúbbur fatlaðra barna námskeið fyrir þjálfara 150.000
Alberto Porro Carmona tónlistarkennsla – barnabók 100.000
Hafdís Sigurðardóttir afreksstyrkur – frjálsar íþróttir 75.000
Akureyrarkirkja sumaropnun 200.000
Foreldrafélag strengjadeildar Tónlistarskólans félagsstarf – strengjamót í Hörpu 150.000