Skólarnir á Norðurlandi utan Akureyrar kepptu í 8. riðli í Skólahreysti í vikunni. Keppnin fór fram á Akureyri og keppt var í upphýfingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut. Varmahlíðarskóli vann riðilinn örugglega, þriðja árið í röð með 41 stig. Borgarhólsskóli var í öðru sæti með 34 stig og Grunnskóli Fjallabyggðar í 3. sæti með 33 stig. Grunnskóli Fjallabyggðar einnig í 3. sæti á síðasta ári í sömu keppni með 35,5 stig.
Mikil barátta var um 2.-4. sæti en þar munaði aðeins einu stigi á milli liðanna.
Grunnskóli Fjallabyggðar var í 4. sæti í upphýfingum, 3. sæti í dýfum, 2. sæti í Hraðaþraut (2.52 min), 3. sæti í armbeygjum og næst neðstasæti í hreystigreip (2.02 min).
Úrslit 8. riðils:
Skóli | Gildi | Stig |
---|---|---|
Varmahlíðarskóli | 41 | 41,00 |
Borgarhólsskóli | 34 | 34,00 |
Gr Fjallabyggðar | 33 | 33,00 |
Gr Austan Vatna | 33 | 33,00 |
Gr Þórshöfn | 25,5 | 26,00 |
Árskóli | 19 | 19,00 |
Húnavallaskóli | 18,5 | 19,00 |
Valsárskóli | 12 | 12,00 |
