Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga sem eru í áfanganum Matur og Menning í Evrópu, safna nú fé fyrir ferð sinni til Portúgals, sem verður í apríl. Nemendur bjóða nú uppá snjómokstur og snjóblásara gegn greiðslu. Skóflumokstur er frá 4000 kr. og við bætist 2000 kr. ef verkið tekur meira en klukkustund. Fyrir snjóblásara kostar 6000 kr og einnig 2000 kr. ef verkið tekur meira en klukkustund. Nemendur eru klárir að koma núna um helgina. Hægt er að hafa samband við Idu í síma 695-7718 eða ida@mtr.is.
Endilega hafið samband og styrkið þessa nemendur til náms.