Í lok mars mánaðar fór hópur nemenda úr Menntaskólanum á Tröllaskaga til Héðinsfjarðar til að gista í tjöldum og leysa ýmis verkefni tengd námi í útivist í snjó og vetrarfjallamennsku. Í fyrstu tilraun skall á stórhríð og óveður og var því snúið við en reynt aftur næsta dag. Síðari tilraunin gekk vel og var veður gott en talsvert frost var um nóttina en hlýnaði með morgninum.  Kennarar með hópnum voru Gestur Hansson og Kristín Guðmundsdóttir.

Hópurinn gékk í tvær og hálfa klukkustund niður að Vík í Héðinsfirði með búnað á bakinu. Þar var tjaldað, kveiktur varðeldur, eldað og ýmis verkefni leyst.

Myndir: MTR.is