Nemendafélag Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema vegna óánægju við undirbúning söngkeppni framhaldsskólanna.
Keppnin hefur undanfarin ár verið haldin á Akureyri en nú flyst hún til Reykjavíkur á ný. Fyrirkomulag keppninnar er jafnframt með öðru sniði en áður. Framleiðslufyrirtækið Sagafilm hefur tekið að sér framkvæmd keppninnar og aðeins 12 atriði munu keppa til úrslita í aðalkeppninni sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV.
Í bréfi nemendafélagsins til stjórnar SÍF segir að keppnin eigi að vera skemmtun fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins og skuli byggð þannig upp, að fækka atriðum gangi gegn hagsmunum nemenda. Þá segir í bréfinu að ákvarðanataka í kringum söngkeppnina hafi farið fram í lokuðum bakherbergjum. Ef breyta eigi viðburði sem þessum á svo róttækan hátt verði að gæta þess að allir hagmunaaðilar fái áheyrn.
Heimild: Rúv.is