Dagana 13. og 15. febrúar n.k. gefst 10. bekkingum kostur á að heimsækja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fá að fylgja eldri nemanda í 4 kennslustundir. Þetta er gert til að kynna þeim enn frekar lífið sem framhaldsskólanemi. FNV mun síðan bjóða til almennrar kynningar fyrir nemendur 10. bekkjar og foreldra þeirra um námsframboð og sérstöðu skólans þann 1. mars. n.k. Sú kynning fer fram í Árskóla á Sauðárkróki og hefst kl. 17:30.