Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst um miðja vikuna og verða þar meðal annars fjölbreytt námskeið. Eitt slíkt námskeið er um sögufræg hús á Siglufirði, en þar segir Örlygur Kristfinnsson frá fólkinu sem bjó í þeim.

Námskeiðið verður haldið dagana 4. og 5. júlí frá kl. 9:00-12:00.

Lýsing á námskeiðinu:

Á námskeiðinu verður saga gamalla húsa á Siglufirði sögð og brugðið upp mynd af þeim sem þar bjuggu. Gengið verður um bæinn og skyggnst inn í skuggsjá tímans.

Verðskrá námskeiða og tónleika má finna á vef hátíðarinnar.