Það hefur snögg kólnað á Norðurlandi í nótt og var -3,4 gráður á Akureyri í nótt. Á morgun og í næstu viku mun aftur hlýna samkvæmt veðurspá. Mörgum brá í vikunni þegar snjóa fór í byggð í Fjallabyggð.

Það er vetrarfærð allvíða um norðan- og austanvert landið. Fólk ætti því alls ekki að aka þar á sumardekkjum fyrr en ástandið hefur skánað.