Tindastóll mætti uppá Skipasaga og mætti Skagamönnum. Leikurinn endaði 4-1. Fannar Örn Kolbeinsson skoraði fyrir Tindastól, en Andri Adolphsson, Mark Doninger skoruðu sitt markið hvor og Egger Kári Karlsson skorði tvö mörk fyrir ÍA. Næsti leikur Tindastóls er gegn Víkingi n.k. laugardag kl. 17 í Egilshöll.
Leiklýsing frá Tindastól
Tindastóll spilaði sinn fyrsta leik í A-riðli lengjubikarsins á þessu ári. Mótherjarnir voru Íslandsmeistaraefni Skagamanna uppá Akranesi.
Leikurinn var flautaður á kl:12:00 á laugardaginn. Leikurinn var spilaður inn í Akraneshöllinni í nýstingskulda. Mikið frost var inni í höllinni og þeir sem stóðu fyrir utan völl áttu í mestu erfiðleikum með að halda á sér hita.
Tindastólsmenn vissu ekki hvað á sig stóð veðrið fyrsta korterið, en Skagamenn byrjuðu af gríðarlegum krafti og skoruðu mark strax eftir 2.mín. Markið kemur eftir hornspyrnu þar sem boltinn er ílla misreiknaður og leikmaður ÍA setur boltann yfir línuna af stuttu færi.
Áfram halda þungar sóknir Skagamanna og okkar menn höfðu mjög lítinn tíma á boltanum. Annað markið kemur eftir að hornspyrna er hreinsuð í burtu en Skagamenn ná, bolta nr.2 og senda háan bolta fyrir þar sem Skagamaður hoppar hæst og skallar boltann í markið.
Tindastólsmenn fóru síðan fljótlega að vinna sig inn í leikinn og fóru að halda boltanum betur. Árni Einar átti tvö góð langskot að marki Skagamanna og uppúr einu slíku fengum við horn þar sem Fannar Örn Kolbeinsson skoraði flott skallamark. Staðan orðin 2-1 og við vel inní leiknum.
Sóknir Skagamanna voru hættulegar í leiknum þó þeir hafi ekki átt mörk skot á markið. En þeir bæta síðan þriðja markinu við rétt fyrir hálfleik. Þar er enn ein fyrirgjöfin og Mark Doninger leikmaður ÍA stekkur hæst og skallar hann í markið.
Í seinni hálfleik höldum við boltanum vel innan liðsins og þær sóknir sem við fáum, útfærum við mjög vel en oft á tíðum vorum við að komast upp að endalínu en það vantaði fleiri menn inní boxið.
Skagamenn skora síðan fjórða mark sitt eftir að varnarmenn okkar voru ílla leiknir og Andri Adolphsson skorar í autt markið.
Lokatölur í leiknum voru 4-1 og leikmenn Tindastóls fundu fyrir því að vera að spila gegn liði sem er komið upp í Pepsí deildina. Hinsvegar var þetta fínn leikur að mörgu leiti hjá Tindastólsmönnum. Byrjunin var það sem fór með leikinn. Tvö mörk á fyrstu sjö mínutunum slógu okkar menn svoldið útaf laginu. Hinsvegar sýndum við mikinn karkakter að koma til baka og minnka muninn. Flott spila oft á tíðum var í leik okkar manna og gaman að sjá að liðið vill spila fótbolta.
Fleiri krefjandi verkefni fyrir okkar stráka eru á næstu vikum en liðið hefur engu að kvíða því Tindastólsliðið er mjög vel spilandi og vísir til alls.
Heimild: Tindastóll.is