Búið er að tengja Dalvíkurlínu samkvæmt tilkynningu frá Rarik.  Til að koma kerfinu í rétt horf þarf aðgerðir sem gætu valdið stuttum rafmagnstruflunum í Ólafsfirði, Siglufirði, Árskógsströnd, Grýtubakkahreppi og Hrísey á meðan aðgerðum stendur. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK í síma 528 9690.