Afkomendur Erlings Pálssonar sundkappa og yfirlögregluþjóns, sem fyrstur synti Grettissund á eftir Gretti Ásmundundarsyni, hafa óskað eftir heimild til að koma fyrir minningarskildi um Erling og afrek hans á steini við smábátahöfnina á Sauðárkróki.
Afkomendur kosta framkvæmdina og stefna að því að afhjúpa skjöldinn 23. júlí og færa sveitarfélaginu að gjöf.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt staðsetninguna fyrir skjöldinn.