Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur farið yfir veiðitölur, refa- og minkaveiði 2012. Alls hafa veiðst 339 refir á árinu og 133 minkar. Minkaveiðin hefur farið minnkandi undarfarin ár en refaveiðin er heldur að aukast. Landbúnaðarnefndarmenn segja að refur sé að fjölga sér og ný greni eru að finnast nær byggð en áður hefur verið.

Mjög nauðsynlegt er að fá aukið fjármagn til refa- og minkaveiða í Skagafirði. Áskorun verður beint til ríkisins að auka aftur fjármagn til málaflokksins en undanfarin ár hefur verið stöðugt minna fjármagn frá ríkinu í þessa veiði og alls ekkert til refaveiða.