Minni afli í Fjallabyggð í byrjun árs

Mun minni afli var í byrjun árs í Fjallabyggð, samanborið við sama tímabil árið 2016. Sjómannaverkfallið vegur þar þungt.  Hér fyrir neðan má sjá fjölda landana og afla í höfnum Fjallabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar – 13. mars 2017 ásamt samanburði við sama tíma árið 2016.

  • 2017 Siglufjörður 784 tonn í 175 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 62 tonn í 81 löndunum.
  • 2016 Siglufjörður 2943 tonn í 148 löndunum.
    2016 Ólafsfjörður 120 tonn í 112 löndunum.