Mynd: Friðþjófur Helgason.

Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar ferjunnar 3.088 árið 2007 en 6.535 árið 2012. Farþegafjöldinn hefur því rúmlega tvöfaldast á 5 árum og eru erlendir farþegar í meirihluta 6 mánuði ársins. Til viðbótar hafa skemmtiferðaskip einnig viðkomu í Grímsey og er von á fjórum þeirra næsta sumar. Árið 2008 var tekin í notkun ný Grímseyjarferja fyrir 108 farþega og siglir hún þrisvar sinnum í viku á milli Dalvíkur og Grímseyjar allan ársins hring.

Powered by WPeMatico