Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur tekið inn nemendur sem voru á biðlistum og er skólinn yfirfullur á haustönn.  Skóli hefst samkvæmt þann 19. ágúst 2019 klukkan 8:10. Skólameistari heldur stutt ávarp þar sem hún kynnir starfsmenn skólans og nemendur hitta umsjónarkennara sína. Eftir það hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Þann 19. ágúst fer rúta frá Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði kl. 7:40 og frá Dalvíkurskóla kl. 7:50. Strætó fer frá Hofi á Akureyri kl. 7:59.

Fundur með forráðamönnum nemenda er 28. ágúst klukkan 17:00 í skólanum.