Mikið snjóað í Fjallabyggð

Það hefur bæst mikið við snjóinn í Fjallabyggð síðustu daga og í dag hafa stórvirkar vinnuvélar haft næg verkefni við að opna götur og moka frá húsum. Hérna eru nokkrar myndir frá Aðalgötunni á Siglufirði, en þar voru sérstaklega háir skaflar í morgun.