MIÐNÆTURMÓT
Arion banka
7.- 8. JÚLÍ 2012
Á SAUÐÁRKRÓKI FYRIR STRÁKA OG STELPUR Í 4. FLOKKI
Miðnæturmótið er hraðmót með stuttum leikjum, bæði fyrir stráka og stelpur í 4, flokki og verður leikið í 11 manna liðum.
Mótið hefst á laugardagskvöldi og er áætlað að fyrstu leikir hefjist kl 20:00. Leikið verður alla nóttina og fram undir morgun en þá geta keppendur lagt sig og farið úr fótboltaskónum.
Boðið verður upp á ávexti og drykki alla nóttina og svo er pizzuveisla í hádeginu á laugardag.
Þátttökugjald er kr. 3000 á hvern leikmann.
Leikið verður bæði í stráka- og stúlknaflokki á þremur grasvöllum í hjarta bæjarins. Gisting er í skóla sem er næsta hús við vallarsvæðið.
Miðnæturmótið er skemmtileg viðbót við þá flóru fótboltamóta sem í boði er á landinu og eitthvað sem við hvetjum ykkur til að skoða vel.
Ef óskað er fleiri upplýsinga má senda póst á fotbolti@tindastoll.is eða hringja á skrifstofu Tindastóls í síma 453- 6080.