Gestir safnsvæðisins í Glaumbæ hafa aldrei verið fleiri en á þessu sumri. Þann 10. september, sem var síðasti sumaropnunardagurinn, höfðu 31339 gestir gengið um gamla bæinn. Safngestir eru því orðnir yfir 33300 á þessu sumri af því komu 2032 gestir á sýningar í Minjahúsinu.

Framvegis verða sýningar safnsins opnar eftir samkomulagi. Töluvert er um hópapantanir fram í október og margir enn á ferðinni á eigin vegum.