Menntaskólinn á Tröllaskaga verður opnaður aftur mánudaginn 4. maí.  Nemendur og kennarar eru velkomnir í skólann en staðkennsla fer ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Reglur um 2 metra fjarlægð, hámark 50 í einu rými, handþvott og sprittun gilda áfram. Ef kennarar velja að mæta í skólann verður kennsla þeirra í fjarkennslustofunni eins og verið hefur.

Verið er að kanna möguleika á skólaakstri.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlega hafðu samband við skólameistara á netfanginu lara@mtr.is.