Náðst hefur samkomulag um byggingu Marriott-hótels við hlið tónlistarhússins Hörpu en samningur verður undirritaður um miðjan apríl, segir í frétt á Visi.is. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Sítusar, eiganda Austurhafnarlóðanna, mun fyrirtækið World Leisure Investment byggja hótelið, en það átti hæsta tilboðið í lóðina, eða um 1,8 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að byggja hótelið í lok árs eða eftir áramót, ef samningar nást. Pétur segir að það séu mikil gleðitíðindi að fá Marriott-keðjuna til landsins en keðjan, sem er bandarísk, hefur opnað um 18 hótel á Norðurlöndunum á síðustu árum.