Yfir 200.000 Íslendingar eru komnir á Facebook og 800 milljónir manna á heims vísu. Yfir 5 milljarðar mynda eru á flickr.com. YouTube er önnur vinsælasta leitarvélin. Tækifærin fyrir markaðssetningu eru gríðarleg, en hætturnar eru líka margar og fyrirtækjum gengur mjög misvel að fóta sig þar.

Fimmtudaginn 26.apríl stendur Markaðsstofa Norðurlands fyrir námskeiði í markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Námskeiðið verður haldið á Hótel KEA frá kl. 09-17.  Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða breytingar eru að eiga sér stað og hvað þær þýða, hvernig hægt er að nýta Facebook, twitter, foursquare, flickr, youtube og aðra miðla til þess að breiða út boðskapinn og byggja upp sterkt vörumerki.

Fyrirlesari er Hjörtur Smárason sem unnið hefur við markaðssetningu á netinu frá 1997. Hjörtur hefur haldið námskeið og fyrirlestra um efnið víða um heim og kennir markaðsfræði og nýsköpun við Háskólann á Hólum.
Verðið er 28.000 kr. fyrir samstarfsfyrirtæki Markaðsstofunnar en 38.000 fyrir aðra.

Nánari upplýsingar á skráning hjá Kötu í síma 462-3300 eða á netfangið kata@nordurland.is