AK Extreme snjóbretta- og tónlistarhátíðin var haldin á Akureyri dagana 12.  – 15. apríl og er þetta í sjötta sinn sem hún er haldin.

Dagskráin í ár var afar fjölbreytt og glæsileg. Þrír skemmtistaðir buðu upp á fjölbreytta tónleikadagskrá þ.e. Græni Hatturinn, Pósthúsbarinn og Kaffi Akureyri. Meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem að koma fram eru:Agent Fresco, BlazRoca, Oculus, Óli Ofur, Intro Beats, ThizOne, Eldar, The Vintage Caravan, Endless Dark, Elín Ey, Gísli Pálmi, Konni Conga, Þórunn Antónía, Emmsjé Gauti og Captain Fufanu.

Magnaðar ljósmyndir frá Einari Guðmundssyni er að finna hér.