Síðasta vika var frekar lífleg hjá Skagafjarðarhöfn. Á mánudeginum kom Klakkur inn með 119 tonn, af því voru 91 tonn þorskur og tæp 15 tonn ufsi.  Þá var einnig landað úr Grímsnesinu 12,5 tonnum af rækju. Á þriðjudeginum hófst löndun úr Örvari en hann var með 88 tonn af frosinni rækju, 150 tonn af grálúðu og 25 tonn lausfrystann þorsk.

Á þriðjudeginum lönduðu rækjuskipin Friðrik Sigurðsson ÁR-17 um 10 tonnum af rækju og Þinganes SF-25 um 10 tonnum af rækju og 7 tonnum af þorski.

Á fimmtudag var svo væntanlegt flutningaskipið Firda með um 300 tonn af frosinni rækju úr norðurhöfum.