Lokanir og ófærð á Norðurlandi

Miklar lokanir eru á aðalleiðum á Norðurlandi og nauðsynlegt að fylgjast með upplýsingum frá Vegagerðinni áður en lagt er af stað í ferðalag. Akstursbann er meðal annars á Öxnadalsheiði, Þverárfjalli og Vatnsskarði. Siglufjarðarvegur er ófær frá Hofsósi. Fjölmargar leiðir eru ófærar og lokaðar.