Lokahóf meistaraflokks Tindastóls í körfubolta var haldið síðasta vetrardag með stæl. Helgi Rafn Viggósson var valinn besti leikmaður keppnistímabilsins af félögum sínum og er hann vel að þeim titli kominn.

Eftir gómsætan mat og vel heppnuð skemmtiatriði var komið að hefðbundnum verðlaunaafhendingum sem ávallt ríkir spenna fyrir.

Verðlaunahafar að þessu sinni urðu eftirtaldir leikmenn:

 

  •  Mestu framfarir: Þröstur Leó Jóhannsson og Hreinn Gunnar Birgisson
  •  Stigahæstur: Helgi Rafn Viggósson
  •  Frákastahæstur: Helgi Rafn Viggósson
  •  Besta ástundun: Hreinn Gunnar Birgisson
  •  Efnilegastur: Pálmi Geir Jónsson
  •  Besti varnarmaður: Helgi Freyr Margeirsson
  •  Besti leikmaður kosinn af leikmönnum: Helgi Rafn Viggósson

Helgi Rafn skoraði 8.9 stig að meðaltali í leik og tók 6 fráköst.