Lokadagur Trilludaga

Sunnudagur er lokadagur Trilludaga á Siglufirði, en fjölbreyttir viðburðir fyrir alla fjölskylduna hafa verið á hátíðinni. Klukkan 11:00 verður Messa í Skarðdalsskógi og á sama tíma mun Leikhópurinn Lotta sýna í Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði. Hestasport verður í boði kl. 14:00 við Mjölhúsið og einnig verður dagskrá á Kaffi Rauðku frá kl. 14:00-16:00. Tóti trúbador og Danni Pétur leika og syngja.

Veðurspáin fyrir helgina var ekki eins góð og fyrir síðustu helgi, en hitinn í dag náði mest 9 gráðum en var á bilinu 7-9 stig mestan part dagsins og var vindur á bilinu 7-8 m/s í allan dag. Svipuð spá er fyrir sunnudaginn.