Báðir vegirnir til Fjallabyggðar, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli hafa verið lokaðir í dag. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna ófærðar og snjóflóðahættu og opnar ekki í dag. Ólafsfjarðarmúli hefur verið lokaður vegna snjóflóðahættu í dag. Hættustig er enn í gildi og vegurinn verður ekki opnaður í dag.

Að auki fór rafmagn af í Fjallabyggð í dag í nokkra klukkutíma og lokuðu sum fyrirtæki í dag vegna þessa.