Tónleikar með lögum Óðins Valdimarssonar laugardagskvöldið 9. mars kl: 21:00 í Menningarhúsinu Miðgarði.

Hver man ekki eftir lögum eins og: Í kjallaranum, Ég er kominn heim, Einsi kaldi úr eyjunum, Útlaginn – auk fjölda annarra laga.

Flytjendur eru Brynleifur Hallsson, Helena Eyjólfsdóttir, Einar Bragi Bragason, Þorleifur Jóhannsson, Björn Þórarinsson, Óskar Pétursson, Stefán Gunnarsson, Hermann Arason, Friðjón Jóhannsson, Valgarður Óli Ómarsson, Snorri Guðvarðsson og Rafn Sveinsson sem rekur feril söngvarans.

Miðaverð 3.500 kr,- Miðasala við innganginn.