Ljótu hálfvitarnir ljúka starfsárinu með tónleikum í Miðgarði í Skagafirði föstudaginn 19. september næstkomandi. Fyrir vikið stefnir hljómsveitin á að hækka í botn og skrúfa vel frá öllum fíflalátakrönum.

Staðarvalið er vel við hæfi. Það er alltaf tilhlökkun í hálfvitarrútunni þegar keyrt er í Miðgarð. Þar er gott að spila og oft myndast ólýsanleg stemming, eða allavega stemming sem óráðlegt er að lýsa í smáatriðum í opinberum fjölmiðli. Fólk verður bara að vera þarna sjálft.

Forsjálir Skagfirðingar geta nálgast miða fram að tónleikunum hjá N1 á Sauðárkróki og í KS í Varmahlíð. Og svo bara við innganginn. Herlegheitin hefjast klukkan níu.

4689577622_e742be189f_z