Á Kántrýdögum opnar Árni Geir Ingvarsson ljósmyndasýninguna “Mannlíf á Skagaströnd“. Eins og nafnið bendir til verða þar sýndar myndir úr hinu daglega lífi á Skagaströnd en Árni Geir hefur verið með vakandi auga linsunnar á atburðum og augnablikum mannlífsins. Hann er reyndar ekki einn um myndirnar því Herdís Jakobsdóttir kona hans og dóttirin Ásdís Birta eiga einnig hlut í sýningunni.

Ljósmyndasýingin verður í íþróttahúsinu og sýningartími á Kántrýdögum:

  • Föstudaginn 17. ágúst kl. 18:00 – 20:00
  • Laugardaginn 18. ágúst kl. 13:00 – 18:00
  • Sunnudaginn 19. ágúst kl. 13:00 – 17:00