Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar verður með glæsilega ljósmyndasýningu á Ljóðasetrinu á Siglufirði um páskana.

Um er að ræða sölusýningu og rennur allur ágóði af sölu myndanna til Ljóðasetursins. Alls taka 15 ljósmyndarar úr Fjallabyggð þátt í sýningunni.  Ljóðasetrið opnar kl. 14.00 í dag, skírdag.

Hvetjum við fólk til að fjölmenna, njóta sýningarinnar og næla sér í glæsilegar ljósmyndir á góðu verði.