Ljósmynda- og myndbandasamkeppni í Skagafirði

Atvinnu-,menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að halda ljósmynda- myndbandasamkeppni Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem myndefnið er Skagafjörður, náttúra og mannlíf, og óskað eftir myndefni frá öllum árstíðum. Nýtt sem eldra efni verður heimilt til innsendingar í keppnina. Keppnin verður auglýst fljótlega og mun standa yfir fram til loka júlí 2016. Úrslit keppninnar verða kynnt á SveitaSælu 2016.