Ljósin verða tendruð á jólatrénu við menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði, laugardaginn 30. nóvember kl. 16:00. Jólamarkaður við Tjarnarborg opnar kl. 13:00.
Dagskrá:
- Hátíðarávarp
- Börnin syngja jólalögin
- Barn úr leikskólanum Leikskálum tendrar ljósin á trénu
- Hó, hó, hó! Jólasveinarnir koma í heimsókn með eitthvað gott í pokanum
- Dansað kringum jólatréð með jólasveinunum
Jólamarkaður Tjarnarborgar
Í tengslum við tendrun jólatrés í Ólafsfirði laugardaginn 30. nóvember verður haldinn jólamarkaður við Menningarhúsið Tjarnarborg milli kl. 13:00 – 16:00.